Horses of Iceland – fréttatilkynning / Ókeypis fyrirlestrar um hrossarækt

Horses of Iceland – fréttatilkynning

Ókeypis fyrirlestrar um hrossarækt á ensku

 

Glæný fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestins á ensku fer í loftið 30. mars. Þetta eru fjórir 40 mínútna fyrirlestrar sem verða sýndir beint á Facebook-síðu Horses of Iceland. Fyrirlestrarnir eru ókeypis og opnir öllum.

 

  • https://www.facebook.com/events/1116995238771991/
  • Glæný fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestins á ensku fer í loftið þriðjudaginn 30. mars kl. 18:00.
  • Sýndir verða fjórir fyrirlestrar í heildina, einn á hverjum þriðjudegi til 20. apríl.
  • Hver fyrirlestur er um 40 mínútur og eftir hvern þeirra verður spurningum áhorfenda svarað.
  • komið er inn á upphaf ræktunar íslenska hestsins, fyrstu ráðunautana og þeirra áherslur, kynbótasýningar nútímans og núverandi ræktunarkerfi, auk ræktunarmarkmiða.
  • Fyrirlestrarnir verða sýndir beint á Facebook-síðu Horses of Iceland. Þeir eru ókeypis og opnir öllum. Einnig verður hægt að horfa á þá eftir á.

 

Horses of Iceland kynnir RAFRÆNA fyrirlestraröð um kynbótastarf og ræktun íslenska hestsins á ensku, en fyrsti fyrirlesturinn fer í loftið þriðjudaginn 30. mars kl. 18:00. Næstu fyrirlestrar verða sýndir næstu þriðjudaga á eftir til 20. apríl. Þeir verða ókeypis og opnir öllum og sýndir beint á Facebook-síðu Horses of Iceland.

 

Dagskráin er eftirfarandi:

 

  1. mars kl. 18:00: Upphaf ræktunar íslenska hestsins og fyrstu ráðunautarnir

 

  1. apríl kl. 18:00: Ráðunautar frá 2000, breytingar, þróun og ræktunarlínur

 

  1. apríl, kl. 18:00: Nútíma kynbótasýningar, aðferðir og tilgangur

 

  1. apríl, kl. 18:00: Ræktunarmarkmið, opinber og einkamarkmið – upphaf markmiðanna, mikilvægi valkosta og fjölbreytni

 

Hver fyrirlestur er um 40 mínútur og á eftir verður spurningum áhorfenda svarað. Einnig verður hægt að horfa á fyrirlestrana eftir á.

 

Fyrirlesari er Herdís Reynisdóttir (Dísa), reiðkennari og kynbótadómari, og er efnið sett fram á léttan og skemmtilegan hátt.

 

Dísa útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur ferðast um allan heim til að halda reiðnámskeið og dæma á kynbótasýningum – hún starfaði sem kynbótadómari í 17 ár.

 

Um Horses of Iceland

 

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.

 

Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verkefnastjórn sem skipuð er fulltrúum úr hestasamfélaginu, Félagi hrossabænda (FHB), Landssambandi hestamannafélaga (LH), Félagi tamningamanna (FT), auk útflutningsaðila og fulltrúa frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samtökum ferðaþjónustunnar.

 

Vefsíða: www.horsesoficeland.is
Samfélagsmiðlar:
Facebook, Instagram

Nánari upplýsingar veitir Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland [email protected].